Kríta hf. hyggst safna hálf­um millj­arði króna í skulda­bréfa­út­boði sem aug­lýst verður og kynnt fjár­fest­um í vik­unni. Ekki er langt síðan hluta­fé fé­lags­ins var tvö­faldað og aukið um 50 millj­ón­ir.

Sig­urður Freyr Magnús­son, for­stjóri Kríta, von­ast eft­ir góðum áhuga hjá fjár­fest­um á útboðinu, enda hafa um­svif Kríta vaxið um 50-60% í hverj­um mánuði frá því að fyr­ir­tækið hóf að markaðssetja þjón­ustu sína í fyrra. Freyr seg­ir að útboðið nú sé haldið til að mæta þeim mikla vexti.

Ástæðan fyr­ir vin­sæld­um þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins sé meðal ann­ars sú að marg­ir viðskipta­vina Kríta vilji fjölga val­kost­um sín­um þegar kem­ur að fjár­málaþjón­ustu. Þá hugn­ist mönn­um vel að verið sé að tækni­væða og ein­falda ferlið við fjár­mögn­un krafna.

Fjártækni býður upp á meiri skilvirkni

Kríta fjár­magnar kröf­ur hjá fyr­ir­tækj­um og beiti til þess fjár­tækni sem bjóði upp á meiri skil­virkni og hraða en áður hafi þekkst við fjár­mögn­un krafna. Ferlið við reikn­inga­gerð og stofn­un krafna hjá fyr­ir­tækj­um er óbreytt og birt­ast kröf­ur fyr­ir­tækj­anna í net­banka viðskipta­vina þeirra með sama hætti og áður. Kríta fær aðgang að kröf­un­um og les þær inn í sitt kerfi og þar geta viðskipta­vin­ir okk­ar, í gegn­um vefviðmót Kríta, séð all­ar kröf­urn­ar og hakað við þær sem óskað er eft­ir að við fjár­mögn­um.

Með orðinu „fjár­magna“ er átt við að Kríta borgi stór­an hluta af kröf­unni strax til síns viðskipta­vin­ar, þó svo að eindag­inn sé kannski miklu síðar. „Þannig þarf viðskipta­vin­ur­inn ekki að bíða eft­ir að kraf­an verði greidd, held­ur borg­ar Kríta kröf­una strax og pen­ing­anna er þörf í rekstr­in­um.“

Greiðandi kröf­unn­ar verði ekki var við neitt í ferl­inu. Kríta fyr­ir­fram­greiðir reikn­ing­inn upp að ákveðnu há­marki og tekur veð í kröf­unni. Kríta vakt­ar hvenær greiðandi greiðir reikn­ing­inn sem hefur verið fjár­magnaður og um leið og greiðsla berst fram­kvæm­ir kerfið upp­gjör á fjár­mögn­un Krítu ásamt þókn­un, en milli­færslu- og upp­gjörs­ferlið er að fullu sjálf­virkt.

Vinna í sam­ræmi við PSD2

Öll vinna Krítu höguð til sam­ræm­is við evr­ópska PSD 2 (Pay­ment Services Directi­ve) greiðslumiðlun­arstaðal­inn, þannig að fyr­ir­tækið sé til­búið að hag­nýta sér allt það sem staðall­inn býður upp á um leið og full inn­leiðing á sér stað í fjár­mála­kerf­inu á Íslandi. Staðall­inn geng­ur út á að sam­ræma greiðslu­kerfi og gera fjár­tæknifyr­ir­tækj­um kleift að nýta sér gögn úr banka­kerf­inu m.a. til að búa til virðis­auk­andi þjón­ustu fyr­ir fyr­ir­tæki í tengsl­um við fjár­mál þeirra.

Sigurður Freyr Magnússon um framtíð Krítu: “Um næstu framtíð Kríta seg­ir Freyr að viðbúið sé að um­svif­in vaxi mikið, enda sé þjón­ust­an eft­ir­sótt. „Við erum stöðugt að þróa tækn­ina á bak við þetta. Næsta skref er að gera viðmótið þægi­legra, fjölga vör­um okk­ar og búa til viðbót­arþjón­ustu úr þeim gögn­um sem viðskipta­vin­ir okk­ar veita okk­ur aðgang að. Til dæm­is gæt­um við aðstoðað fyr­ir­tæki við að hafa betri yf­ir­sýn yfir fjár­mál sín, spáð fyr­ir um lausa­fjár­stöðu þeirra og komið með ábend­ing­ar um fjár­mögn­un­ar­lausn­ir eft­ir því sem við á. Mark­mið Kríta er að beita fjár­tækni­lausn­um til að ein­falda líf fyr­ir­tækja við fjár­mála­stjórn.“