Besta form lántöku veltur á mikilvægi ólíkra þátta í rekstrinum
Kjör
Vaxtakjör láns auk annarra gjalda mynda saman lántökukostnað. Ávöxtun lánsfjármunanna þarf að vera hærri en þessi kostanður til að lánið borgi sig.
Þægindi
Tími og starfsorka er takmörkuð auðlind fyrirtækja rétt eins og fjármagn. Ef mikil vinna fylgir lántöku verður hún því verri valkostur en ella.
Umfang
Hámarksumfang lántökunnar þarf að geta mætt þörfum rekstrarins, ef það er of lágt er oft nauðsynlegt að leita annarra lántökumöguleika til viðbótar.
Sveigjanleiki
Óvissa um framtíðina er til staðar í öllum rekstri. Við lántöku er sveigjanleiki því kostur, til dæmis þegar kemur að aukinni lántöku eða endurgreiðslum
Hraði
Í rekstri getur hraði skipt miklu máli. Lánsfjármagn sem hægt er að nálgast með fljótlegum hætti er því betri valkostur en fjármagn sem tekur langan tíma að útvega.
Takmarkanir
Lánamöguleikum geta fylgt kvaðir um upplýsingagjöf, veð eða rekstrarmæli- kvarða. Slíkar kvaðir geta tekið upp tíma og dregið úr sveigjanleika í rekstri.
Þessi grein er hluti af þekkingarskjali sem ber heitið ‘Samanburður fjármögnunarleiða fyrir íslensk fyrirtæki’. Þú getur sótt skjalið í heild hér eða kynnt þér efni kaflanna hér að neðan:
Recent Comments